Listamannaspjall | Shit hvað allt er gott

Hallgerður Hallgrímsdóttir ræðir við Magnús Helgason, myndlistarmann, í tilefni sýningarinnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni 18.11.2020 – 28.02.2021 með einkasýningum Magnúsar Helgasonar og Ólafar Helgu Helgadóttur.

Sýning Magnúsar, Shit hvað allt er gott, einkennist af gáskafullri uppfinningasemi. „Myndlist sem hittir mann beint í hjartað heillar mig mest, þegar áhorfandinn fær vatn í munninn eða örari hjartslátt þegar hann sér verkið,“ segir Magnús. „Leikgleði og undraverð segulstál eru í fararbroddi í sýningunni. Ég er að vinna með náttúruna og kannski má segja að þetta sé pínu eins og vísindasýning. Litirnir eru sterkir og lítið um fínlegheit, ég er að höfða beint til frumskynjunar fólks.“ Magnús Helgason útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá AKI í Hollandi árið 2001 og hefur síðan unnið að tilraunakenndri kvikmyndagerð, innsetningum, málaralist og skúlptúrum. Í verkum sínum notar Magnús fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, sem náttúran hefur veðrað eða maðurinn skapað í öðrum tilgangi, og raðar saman í nýja heild. Í verkunum er oft brugðið á leik með greinarmuninn á efni og hlut. Í leit að fegurð og jafnvægi hitta verkin áhorfandann í gegnum skynjunina. Magnús býr og starfar á Akureyri 

„Sýningaröð Gerðarsafns, SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR, heiðrar minningu Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara og frumkvöðuls, en ferill Gerðar einkenndist af sköpunargleði og tilraunum með ólík efni og aðferðir. Listamennirnir, Magnús Helgason og Ólöf Helga Helgadóttir, nálgast einmitt sköpunina með framúrstefnulegri tilraunamennsku í hversdagsleg efni og óþrjótandi leik- og sköpunargleði. Þau nota ólíkan efnivið, oft á tíðum hversdagslega hluti sem settir eru í framandi og spennandi samhengi og biðla þannig til áhorfandans að slaka á rökhugsuninni og njóta áhyggjulaust.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn

Sjá meira