08.jún 2023 17:00

Rebekka Blöndal

Salurinn

Sumarjazz í Salnum er röð síðdegistónleika á fimmtudögum í júní. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Aðgangur ókeypis. Tónleikarnir fara fram í forsal Salarins og opið verður á barnum. Síðastliðin ár hefur verið troðfullt og gífurlega góð stemning á þessum skemmtilegu tónleikum.

Tríó Söngkonunnar Rebekku Blöndal mun telja í eftirlætis jazz standarda Rebekku í bland við blús og frumsamið efni.  

Rebekka hefur síðastliðin ár vakið mikla athygli sem jazz- og blús söngkona og komið fram við ýmis tækifæri, bæði í sjónvarpi, á tónleikum og tónlistarhátíðum. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin nú í ár fyrir söng ársins. Rebekka gaf í fyrra út plötuna Ljóð og hefur einnig sungið inn á plötur annarra listamanna. Hún lauk árið 2022 B.Mus.Ed námi í Rytmískri söng- og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands og lauk þar áður framhaldsprófi í jazzsöng frá Tónlistarskóla FÍH og MÍT(Menntaskóla í tónlist), auk þess að hafa stundað nám við Söngskólann í Reykjavík og  Complete Vocal Technique í Kaupmannahöfn.


Með henni leika þeir Daði Birgisson og Sigmar Þór Matthíasson, sem báðir eru mjög virkir í íslensku tónlistarlífi.

Fram koma:
Rebekka Blöndal – söngur
Daði Birgisson – píanó/hljómborð
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

24
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Gerðarsafn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
26
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

31
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
15
feb
Salurinn
19
feb
Salurinn
25
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
01
mar
Salurinn
05
mar
Salurinn

Sjá meira