08.nóv 12:15 - 13:00

Leslyndi með Silju Aðalsteinsdóttur

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Leslyndi er viðburðaröð sem hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Silja Aðalsteinsdóttir kemur á Bókasafn Kópavogs að þessu sinni, nestuð nokkrum uppáhaldsbókum sem hún mun fjalla um.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Leslyndi haustið 2023 á Bókasafni Kópavogs

Miðvikudag, 20. september klukkan 12:15
Pétur Gunnarsson, rithöfundur

Miðvikudag, 11. október, klukkan 12:15
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur

Miðvikudag, 8. nóvember, klukkan 12:15
Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og þýðandi

Miðvikudag, 29. nóvember, klukkan 12:15
Guðrún Eva Mínervudóttur, rithöfundur

Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, þýðandi og ritstjóri lauk BA-próf í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands, cand. mag.-próf í íslenskum bókmenntum frá HÍ og námi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ. Hún á að baki fjölbreyttan feril sem ritstjóri, þýðandi, bókmenntafræðingur og höfundur.

Meðal helstu ritverka Silju eru barnabókmenntasagan Íslenskar barnabækur 1780–1979 og ævisögurnar Skáldið sem sólin kyssti, ævisaga Guðmundar Böðvarssonar (1994), Í aðalhlutverki Inga Laxness – Endurminningar Ingibjargar Einarsdóttur (1987) og Bubbi um Bubba Morthens (1990). Fyrir Skáldið sem sólin kyssti hlaut Silja Íslensku bókmenntaverðlaunin og líka, ásamt öðrum, fyrir bókina Kjarval (2005).

Meðal fjölmargra þýðinga Silju má nefna Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen, Wuthering Heights eftir Emily Brontë, Lífið að leysa eftir Alice Munro (2014) og Grimms ævintýri fyrir unga og gamla (2015).

Silja hlaut viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY fyrir fræðslustörf á sviði barnabókmennta 2001, Íslensku þýðingarverðlaunin árið 2006 og fálkaorðuna fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta árið 2015.

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira