10.sep 19:00

Þegar sópran hittir tenór | Þá taka töfrar völdin

Salurinn

5.500 kr.

Agnes Thorsteins sópran, Omer Kobiljak tenór og píanóleikarinn Marcin Koziel  halda tónleika í Salnum í Kópavogi undir nafninu „ Þegar sópran hittir tenór -þá taka töfrar völdin“ Þar munu þau flytja ítölsk og þýsk lög, dúetta og ljóð. M.a eftir Wagner, Mascagni, Tchaikovsky, Falvo og Respighi.

Agnes Thorsteins sópran  útskrifaðist með láði frá Tónlistarháskólanum í Vín með BA gráðu í óperusöng undir leiðsögn Prof. Regine Köbler. Eftir það lá leið hennar í óperuhúsið í Mönchengladbach þar sem hún söng næstu tvö árin. Þar söng Agnes m.a hlutverk Hänsel úr Humperdincks „Hänsel und Gretel” Lola úr Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni og Orfeo úr „Orfeo ed Euridice” eftir Gluck. Við óperuhúsið í Rijekasöng Agnes hlutverk Lizu í Spaðadrottningu Tchaikovsky. Á næsta ári mun Agnes m,a syngja hlutverk Sentu í óperu Richard Wagner,  Hollendingnum  fljúgandi við óperuhúsin í Krefeld og Mönchengladbach.í Þýskalandi.

Bosníski tenórinn Omer Kobiljak stundaði nám í óperusöng  við Winterthur tónlistarháskólann í Sviss hjá David Thorner. Omer hefur sungið í fjölmörgum uppfærslum víða um Evrópu og vakið mikla athygli. M.a sungið með hljómsveit óperuhússins í Zürich hlutverk Ismaele í Nabucco, Nathanaël í Les Contes d’Hoffmann, Macduff í Macbeth, Froh í Das Rheingold auk hlutverka í uppfærslum óperuhússins á Il trovatore og I Capuleti e i Montecchi.  Árið 2022 þreytti Omer frumraun sína sem Alfredo í La Traviata við óperuhúsið  í Zürich og hlutverk Don Riccardo í Verdis Ernani á Bregenz hátíðinni í Austurríki.

Pólski píanóleikarinn Marcin Koziel spilar og starfar í Vínarborg, er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hefur hann spilað á tónleikum á Íslandi og haldið hér masterclass námskeið fyrir íslenska söngnemendur. Marcin hefur spilað í tónlistar-og óperuhúsum víðsvegar um Evrópu.  Þá hefur hann verið fastur meðleikari klassískra söngvara í alþjóðlegum söngkeppnum. Má þar nefna , Maria Callas Grand Prix í Aþenu, og Belvedere Singing Competition í Vínarborg.

Marcin hefur séð um tónlistarstjórn í uppfærslum eins og Elektra (Teatr Wielki, Varsjá 2010), Medeamaterial (Varsjá 2012), Parsifal(Poznan 2013), Ariadne auf Naxos, Tristan und Isolde (Varsjá 2015/16), Hamlet (Vín 2016). Frá árinu 2010 hefur Marcin starfa’ sem meðleikari við Tónlistarháskólann í Vín.

FRAM KOMA

Agnes Thorsteins

Sópran

Omer Kobiljak

Tenór

Marcin Koziel

Píanó

Deildu þessum viðburði

09
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
24
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
13
nóv
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
15
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
23
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira