Krónikan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Krónikan hefur opnað í Gerðarsafni.

Veitingastaðurinn Krónikan hefur opnað í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11. maí á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Systkinin Sigrún Skafta og Bragi Skafta taka að sér reksturinn en þau hafa bæði mikla reynslu úr veitingageiranum. Bragi sem eigandi og rekstraraðili meðal annars Vínstúkunnar 10 sopar, Brút og Kaffi Ó-le en Sigrún vann sem veitingastjóri á Bergsson mathús.

Þau systkinin eru uppalin í Vesturbæ Kópavogs en Sigrún bjó um skeið í Danmörku. Nú er hún aftur komin á æskuslóðir en hún hefur komið sér vel fyrir á Kópavogsbrautinni. Hún opnar nú á dögunum veitingastað í hjarta Kópavogs sem býður upp á danskt smurbrauð.

Í Gerðarsafni hefur oftast verið rekið kaffihús en áherslan hjá Krónikunni verður á smurbrauð, smárétti og léttvín. Systkinin segir þó að kaffivélin verði að sjálfsögðu á sínum stað. Í eldhúsinu verður Magnús Anton sem starfaði áður sem kokkur á veitingastaðnum Kastrup. Veitingastaðurinn verður opinn frá 11:30 til 21:00.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir mjög kærkomið að fá veitingastað í Gerðarsafn. „Krónikan verður frábær viðbót við starfsemi menningarhúsanna sem ég er sannfærð um að bæjarbúar og aðrir eiga eftir að taka opnum örmum.“ Formlegt opnunarhóf verður haldið í september.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

21
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumarlestrargleði

22
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
maí
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

23
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

28
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

29
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

01
jún
Bókasafn Kópavogs
12:00

Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

02
jún
16
jún
Gerðarsafn

Hér á ég heima

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR