Lifandi ljóðahátíð í Kópavogi

Dagar ljóðsins fara fram með fjölbreyttu og spennandi viðburðahaldi.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Upphaf Daga ljóðsins í ár markast af afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör, sem veittur er 21. janúar ár hvert en við sama tilefni verða veitt verðlaun og viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskólanna. Ljóðstafur Jóns úr Vör hefur verið haldinn árlega frá 2002 og fagnar því 22 ára afmæli sínu í ár en hátíðin fer ávallt fram á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör og í hans minningu.  Á meðal skálda sem hlotið hafa Ljóðstafinn í gegnum tíðina eru Gerður Kristný, Linda Vilhjálmsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Anton Helgi Jónsson og Þórdís Helgadóttir. Athöfnin fer fram í Salnum, sunnudaginn 21. janúar kl. 16. Þar verður boðið upp á ljóðalestur, lifandi tónlist og léttar veitingar.

Glæný  ljóð og eldgömul  

Glæný ljóð verða í brennidepli á Bókasafni Kópavogs, miðvikudaginn 24.janúar kl. 17 þegar skáldin Draumey Aradóttir, Guðmundur S. Brynjólfsson, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa upp úr nýútkomnum ljóðabókum sínum sem hverfast um margvísleg viðfangsefni. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Í Salnum í Kópavogi verður sjónum beint að ljóðlist að fornu og nýju á ljóðamálþingi sem Óðfræðifélagið Boðn efnir til til í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 27.janúar frá 12 – 15 en þangað er allt áhugafólk um ljóð og óðfræði boðið velkomið.

Nærandi söngstund fyrir fjölskylduna  

Þau Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari bjóða upp á notalega söngstund fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, laugardaginn 27. janúar frá 13 – 14. Þar gefst börnum og fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa íslenska texta í gegnum tónlist, söng og sögur úr ólíkum áttum. 

Treystu náttmyrkrinu og ljóðajazz

Ljóðið verður líka í öndvegi á hádegistónleikum kvartettsins Stirnis þar sem hljómar tónlist við ljóð Sigurð Pálsson, Einar Braga og fleiri en tónlistin er eftir Kolbein Bjarnason, Egil Gunnarsson og Hafdísi Bjarnadóttur. Tónleikarnir eru liður í tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar en kvartettinn Stirni skipa Björk Níelsdóttir, sópran, Grímur Helgason, klarinett, Hafdís Vigfúsdóttir, flauta og Svanur Vilbergsson, gítar.

Fimmtudaginn 25. janúar kl. 12:15 munu söngkonurnar María Bóel og Ragnheiður Silja ásamt Guðmundi Grétari meðleikara flytja fjölbreytt úrval íslenskra laga en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við framhaldsbraut FÍH. 

Ljóðaandrými í amstri dagsins

Á meðan Dagar ljóðsins standa yfir verður boðið upp á ljóðaandrými í Beckmannsstofu á Bókasafni Kópavogs. Þar verður hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi en skáldin eru Ragnheiður Lárusdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Hildur Kristín Thorstensen, Gunnhildur Þórðardóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Anton Helgi Jónsson.

Á Bókasafni Kópavogs verður jafnframt hægt að skoða ljóð sem bárust í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs en sýning með þeim ljóðum verður sett upp á jarðhæð safnsins.

Það er lista- og menningarráð Kópavogs sem styrkir Daga ljóðsins. Ókeypis er á alla viðburði og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

18
maí
Gerðarsafn

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

18
maí
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn á pólsku

21
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

22
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
maí
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

23
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

28
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

29
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR