29.feb 18:30 - 19:15

Leiðsögn sýningarstjóra og listamanns | Fimmtudagurinn langi

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Hallgerði Hallgrímsdóttur og Kristínu Sigurðardóttur fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18:30 í Gerðarsafni. Hallgerður er annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Venjulegar myndir/Venjulegir staðir og Kristín sýnir verk á sýningunni.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Sýningin Venjulegir staðir/Venjulegar myndir birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek. Listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að veita ákveðnum hlutum ítrustu athygli, brengla hversdaginn með því að fletja hann út eða umbreyta með öðrum hætti. Á sýningunni myndast samtal á milli myndaraða Ívars frá árunum 1991-2023 við skúlptúra, vídeóverk, ljósmyndaverk og innsetningar sem einnig spretta úr skynjun mannverunnar á umhverfi sínu.

Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) er myndlistarkona og býr og starfar í Reykjavík. Hún er með MA frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi 2019. Áður nam hún við myndlist með áherslu á ljósmyndun við Glasgow School of Art. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Fotografisk Center í Kaupmannahöfn. Hallgerður hefur starfað hjá Gerðarsafni við verkefnastjórn og sýningastjórn síðan 2020.

Kristín Sigurðardóttir (f. 1981) er myndlistarmaður og ljósmyndari frá Íslandi. Hún útskrifaðist árið 2014 með meistaragráðu í ljósmyndun frá Parsons The New School Of Design og var veitt Dean’s námsstyrkur 2012-2014. Hún er einnig með BA gráðu í myndlist frá Íslandi og var í starfsnámi hjá Adam Fuss Studio og starfaði sem aðstoðarkennari í Parsons í New York og ljósmyndari á tökustað fyrir vefseríuna That Reminds Me. Verk hennar hafa verið gefin út af Crymogeu og Conveyor og sýnd á Íslandi og í Bretlandi, Færeyjum, Kína, Ástralíu, Danmörku og Bandaríkjunum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira