Sýningin að Að rekja brot í Gerðarsafni valin samsýning ársins 2023 á Íslensku myndlistarverðlaununum

Sýningin að Að rekja brot í Gerðarsafni var valin samsýning ársins 2023 á Íslensku myndlistarverðlaununum sem voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær.

Við þökkum kærlega fyrir þessa viðurkenningu og viljum við óska Daríu Sól Andrews sýningarstjóra sýningarinnar og sýnendunum Kathy Clark, Sasha Huber, Hugo Llanes, Frida Orupabo, Inuuteq Storch og Abdullah Quereshi innilega til hamingju!

Það gleður okkur einnig að fá viðurkenningu fyrir þá viðburðadagskrá sem Gerðarsafn og MEKÓ stóðu að í tengslum við sýninguna en þar á meðal voru þær Chanel Björk Sturludóttir, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Kristín Loftsdóttir og Natasja S. með erindi. Fjölmargir viðburðir voru auk þessa haldnir á sýningartímabilinu og má nefna t.d. sýningarleiðsögn á spænsku og listsmiðjur sem Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita Basalan leiddu með unglingadeild Kársnesskóla á Barnamenningarhátíð.

Niðurstaða dómnefndar:

„Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir samsýningu ársins 2023 hlýtur sýningin Að rekja brot (e. Tracing Fragments) í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp i tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex sýnenda, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Verk listafólksins á sýningunni fjölluðu um tengsl sjálfsmyndar og þjóðernis, uppruna og persónueinkenna og persónulega sögu í tengslum við hina stóru sögu.

Sýningin og metnaðarfull dagskrá er henni fylgdi á sýningartímanum, auk sýningarskrár, snerti á áleitinn hátt á margvíslegum þáttum í flókinni sögu nýlendu- og kynháttaofbeldis, endurheimt hugtaka, svo sem yfirvalds og fórnarlambs, kúgun og endurheimt sögulegrar arfleiðar. Ekki síður fjallaði sýningin um margvísleg hlutverk handverks og listsköpunar í slíkri endurheimt, bæði gegnum listsköpun sem leið til að takast á við fortíðina og sem iðkun og samskiptaform er heiðrar sköpunararfleið og menningararf formœðranna. Hluti sýningarinnar fólst í röð fyrirlestra þar sem fræðafólk fjallaði um norræna kynþáttahyggju, sýnileika jaðarsettra hópa og menningu á tímum samþjöppunar og ritskoðunar.

Það er mat dómnefndar að sýningin tali beint inn í stærri umræðu um afnýlenduvæðingu innan listanna og félagsvísindanna og hafi opnað fyrir frekari samræðu innan listalífsins hér á landi um fjölbreytileika, jarðarsetningu, gagnrýna sýn á sögulega arfleið og þann fjársjóð sem við eigum hér á landi í listafólki með fjölbreyttan bakgrunn.“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira