Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið?
Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin.
Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi 27. maí til 1. júní og á lokadeginum, laugardaginn 1. júní verður Garðyrkjufélag Ísland einnig með plöntuskiptidag fyrir utan safnið.