Hádegistónleikar með framhaldsnemendum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH, hófu göngu sína síðastliðið haust og hafa notið mikilla vinsælda. Nú er komið að síðustu tónleikum vetrarins sem er í leiðinni nokkurs konar uppskeruveisla þar sem öll þau sem komið hafa fram í vetur stíga á stokk og flytja skemmtilega tónlist úr öllum áttum.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.