06.nóv 12:15 - 13:00

Leslyndi með Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Bókasafn Kópavogs

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í nóvember og fjallar um nokkrar uppáhaldsbækur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún er með bachelor gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun.

Fyrsta ljóðabók hennar Daloon dagar kom út árið 2011. Árið 2017 gaf hún út ljóðabókina Flórída sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Skáldsagan Svínshöfuð kom svo út haustið 2019 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess að hljóta Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna. Ljóðsagan Allt sem rennur kom út haustið 2022, hlaut Bóksalaverðlaunin og Maístjörnuna. Brot úr bókum hennar hafa verið þýdd og birt í ýmsum bókum og tímaritum um allan heim. Nýjasta útgefna verk Bergþóru er skáldsagan Duft sem út kom haustið 2023.

Auk þess að sinna ritstörfum hefur Bergþóra sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon myndlistarkonu undir formerkjum Wunderkind Collective og hafa verk þeirra verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og listviðburðum á Íslandi og í Evrópu.

Bergþóra hefur einnig komið að handritun kvikmynda, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórn á sviðum lista og menningar. Hún hefur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, Myndlistarsjóði, Rithöfundasambandi Íslands og menningarsjóðum Norðurlandaráðs.

Deildu þessum viðburði

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

21
des
Bókasafn Kópavogs
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira