Stór stund í Gerðarsafni í dag þegar haldið var upp á 30 ára afmæli safnsins.

Sýningin Hamskipti var opnuð en það var forseti Íslands Halla Tómasdóttir sem opnaði hana. Sýning sem skoðar hamskipti í listsköpun Gerðar Helgadóttur en í gegnum ævistarf sitt skapaði Gerður (1928-1975) verk sem endurspegla þýðingarmiklar hugleiðingar um mannlega tilvist, form og efnivið. Á sýningunni má sjá margþætt og margslungin verk Gerðar sett í samhengi sem dregur fram lítil náin augnablik og ýtir undir tengingar á milli verka.

Hæstvirtur forseti Halla Tómasdóttir ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs, Soffíu Karlsdóttur, forstöðumanns menningarmála í Kópavogi og Brynju Sveinsdóttur forstöðumanns Gerðarsafns.

Það má glöggt sjá að í Gerðarsafni birtist sköpunargleði Gerðar í öflugu listrænu starfi og tengingu við samfélagið. Þar sem andi hennar birtist í þeirri viðleitni að fella niður samfélagslega þröskulda og opna safnið fyrir öllu fólki. Í safninu er lagt kapp við að bjóða allar raddir velkomnar, að skapa vettvang fyrir samræður, túlkun og tjáningu. Sagði forsetinn í ávarpi sínu. Það er gaman að segja frá því að frú forseti á rætur að rekja á Kársnesið og því er það okkur mjög kært að hún hafi á fyrstu dögum sínum í embætti séð sér fært að koma og fagna með okkar.

Ég fæ bara gæsahúð að koma hingað inn, þetta rými og þessi friður sem ríkir er einstakur. Og þvílík listakona! Þetta voru fyrstu viðbrögð nýkjörins forseta Höllu Tómasdóttur.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs tók í sama streng er hún opnaði formlega skúlptúrgarðinn en það er í raun verkefni sem Gerður hóf við heimili sitt í París en náði ekki að klára sökum veikindum.

Nú, í tilefni af 30 ára afmæli Gerðarsafns, höfum við stigið mikilvægt skref í að skapa nýtt almenningsrými, sem tengir starfsemi safnsins út fyrir hússins dyr. Hér stöndum við í skúlptúrgarði með verkum Gerðar Helgadóttur, sem verður að samkomustað fyrir íbúa Kópavogs sem og alla gesti svæðisins. Hér gefst öllum færi á njóta samveru og eiga sér samastað umvafin myndlist og náttúru. Sagði bæjarstjórinn í ávarpi sínu. Skúlptúrgarðurinn er staðsettur vestanmegin við safnið. og sagði hún garðinn bera þess vitni um þá stanslausu þróun sem menningarlífið í Kópavogi ber merki um og hér gefst öllum tækifæri á að njóta samveru umvafin myndlist og náttúru.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs opnaði Skúlptúrgarðinn, en hann er einstaklega glæsilegur.

Að tilefni afmælisins var bókin Leitað í tómið gefin út en hún fylgir listakonunni í hringiðu módernismans í París, skoðar tengingar hennar við aðra listamenn og veltir upp stöðu hennar í samtíma sínum. Ritið er safn fræðigreina sem setja fram nýjar nálganir á listsköpun Gerðar Helgadóttur. Höfundar greina eru Dr. Benedikt Hjartarson prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands, Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, Cecilie C. Gaihede verkefnastjóri safneignar og rannsóknar hjá Gerðarsafni, Dr. Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir list-og sagnfræðingur, Hallgerður Hallgrímsdóttir myndlistarmaður og Æsa Sigurjónsdóttir prófessor í listfræði við Háskóla Íslands.
Ritið kemur út á afmælishátíðinni 8. ágúst 2024.

Ritstjóri bókarinnar er Cecilie Gaihede en hún er einnig sýnagarstjóri Hamskipta og í ávarpi sínu minnir hún á mikilvægið að skrásetja.

Sýning teygir sig upp, niður, inn og út með skúlptúrinn sem þungamiðju leiðir sýningin ykkur í gegnum þá einstöku vegferð sem listsköpun Gerðar er, og sýnir fram á mikilvægi hennar í íslenskri og alþjóðlegri samhengi.alþjóðlegri samhengi. Það er mikilvægi sem felst í því að festa þekkingu, rita það á blað. Samhliða sýningunni hef ég unnið að úgáfu. Bókin Leitað í tómið er búið að vera ævintýralegt ferðalag. Kafað á dýptina og ofan í dulúðina. Það hefur verið lán að leita í fræðiheim öfluga fræðimanna sem hefur lagt sitt á mörkum til að opna heim Gerðar.

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns voru þakklátar og glaðar með þann stuðning sem Kópavogsbær  hefur sýnt í verki með því að setja menningarmálin í þann farveg sem hann er nú í. Það er mikill skilningur á gildi menningar og virði þess að styðja við framþróun, nýsköpun og inngildingu. Við tökum hlutverki okkar alvarlega og kappkostum að auka aðgengi að listum og meningu.

Í haust mun Gerðarsan bjóða upp m.a. sýningarstjóraspjall og málþing um Gerði Helgadóttir. Hvetjum ykkur öll til þess að fylgjast með á miðlunum okkar,

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira