21.jan 08:00 ~ 25.jan 17:00

Ljóðaandrými | Dagar ljóðsins

Bókasafn Kópavogs

Beckmannstofa á aðalsafni

Í ljóðaandrýminu er hægt að setjast niður í amstri dagsins, slaka á og njóta þess að hlusta á upptökur af nærandi ljóðaupplestri nokkurra skálda í notalegu umhverfi. 

Ásdís Óladóttir hefur gefið út fjölda ljóðabóka. Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út hjá Andblæ árið 1995. Ásdís hefur einnig verið í ritnefnd Andblæs og setið í dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör og ljóðasamkeppni Hinsegin daga. Ásdís var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár í flokki fagurbókmennta. Auk þess hafa ljóð eftir hana verið notuð í verkum íslenskra tónskálda

Valdimar Tómasson hefur hefur gefið út fjöldann allan af ljóðabókum en fyrsta bókin hans Enn sefur vatnið kom út árið 2007. Ljóð Valdimars eru að mestu knappur stuðlaðir textar með sterkri hrynjandi. Þau þykja mörg hver meitluð og harmþrungin, innblásnar af óblíðri náttúru, myrkar og fagrar í senn þar sem sjálfur dauðinn er aldrei langt undan.

Sunna Dís Másdóttir er skáld og sjálfstætt starfandi sem þýðandi og ritstjóri. Sunna sendi frá sér ljóðabókina Plómur sem tilnefnd var til Maístjörnunnar 2023 og var jafnframt handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja. Sunna er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim sent frá sér skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021, og ýmsar ljóðabækur.

Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2002 og Fjöruverðlaunin 2007. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála í tengslum við bókmenntaþing, ljóðahátíðir og safnrit. Hún hefur unnið með ljósmyndurum, tónskáldum og skáldahópnum Metropoetica og nýjasta bók hennar er Flaumgosar.

Dagsetningar

21.jan

08:00 ~ 18:00

22.jan

08:00 ~ 18:00

23.jan

08:00 ~ 18:00

24.jan

08:00 ~ 18:00

25.jan

11:00 ~ 17:00

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Salurinn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

09
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
12
maí
Bókasafn Kópavogs
13
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira