30.apr 16:00

Bryndís Ásta Magnúsdóttir

Salurinn

Bryndís Ásta Magnúsdóttir
B.Mus. Söngur

Bryndís Ásta Magnúsdóttir (f. 2003) byrjaði að læra á selló sex ára gömul en hóf söngferil sinn við heimkomu frá búsetu í Svíþjóð, þar sem hún ólst upp. Fimmtán ára gömul fór hún að læra klassískan söng undir handleiðslu Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur, Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur og Þóru Björnsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar, og lauk þaðan framhaldsprófi.

Kveikjan að söngnámi Bryndísar Ástu var áhugi á betri tækni og færni innan popp-, djass- og gospelsöngs. Með tímanum jókst þó áhuginn á klassíkinni og vann hún þessa mismunandi stíla samhliða. Hún starfaði við söng í veislum og á viðburðum, mikið í tríóinu Garðasystur, en einnig sem sólisti.

Undanfarið hefur klassíkin tekið alfarið yfir, og nýtur Bryndís þess að rannsaka þann djúpa, fjölbreytta og tjáningarfulla vettvang. Þess í stað spilar hún nú djassinn á sellóið.

Bryndís Ásta hóf nám við Listaháskóla Íslands haustið 2022 hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur, Kolbeini Ketilssyni og Matthildi Önnu Gísladóttur. Síðastliðið haust fór hún í skiptinám í Konunglega Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og lærði þar hjá Åsa Bäverstam og Magnus Svensson. Vorið 2024 hlaut Bryndís Ásta þriðju verðlaun í háskólaflokk söngkeppninnar Vox Domini.

Á skólagöngu sinni hefur hún stigið á svið í alls konar hlutverkum. Sem dæmi má nefna Adele í Leðurblökunni eftir Johann II Strauss, Alcina í La Liberazione di Ruggiero d’all isola di Alcina eftir Francesca Caccini sem og Papagena og Pamina úr Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Bryndís Ásta hefur einnig flutt tvo ljóðaflokka eftir Robert Schumann, Dichterliebe og Frauen-liebe und leben í námi sínu. Vorið 2025 steig hún á svið á styrktartónleikum Sona Kristjáns, Bel Canto, í IÐNÓ ásamt Dísellu Lárusdóttur, Gissuri Páli Gissurarsyni og Kristjáni Jóhannssyni.

Samhliða námi hefur Bryndís Ásta stofnað og skipulagt hina árlegu bæjar- og listahátíð Rökkvan og sungið í Kór Áskirkju. Hún var valin til að vera Fjallkona Garðabæjar árið 2023.

Flytjendur
Bryndís Ásta Magnúsdóttir, söngur
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
Orri Jónsson, söngur
Ólafur Sverrir Traustason, söngur
Einar Örn Magnússon, söngur
Kristrún Guðmundsdóttir, söngur
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, söngur,
Magnús Þór Sveinsson, píanó

Deildu þessum viðburði

29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
05
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

23
apr
Gerðarsafn
24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Menning í Kópavogi
25
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

27
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
29
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira