Margrét Björk Daðadóttir
B.Mus. Söngur
Margrét Björk Daðadóttir hóf söngferil sinn 13 ára gömul í Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Haustið 2015 hóf hún nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur og kláraði þar framhaldspróf. Hún hóf nám á söngbraut í Listaháskóla Íslands haustið 2022 hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur og Matthildi Önnu Gísladóttur. Síðasta haust fór hún sem skiptinemi í Konunglega Tónlistarháskólann í Den Haag þar sem hún stundaði nám undir handleiðslu Amand Hekkers. Vorið 2022 hlaut Margrét Björk fyrstu verðlaun í framhaldsflokki í söngkeppninni Vox Domini. Í júní sama ár hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Margrét Björk hefur komið fram sem einsöngvari með Kór Langholtskirkju, þar á meðal í Dixit Dominus eftir Händel og G-moll Messu eftir Bach undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Haustið 2018 söng hún í ungkór Íslensku Óperunnar í sýningunni Hänsel und Gretel eftir Humperdinck og vorið 2023 söng hún í Kór Íslensku Óperunnar í uppsetningu óperunnar á Madama Butterfly eftir Puccini. Haustið 2023 tók Margrét Björk þátt í verkefninu Look at the Music með Art Across undir stjórn Stefan Sand þar sem unnið var með tónlist fyrir bæði heyrandi og heyrnarlausa og var verkið flutt bæði erlendis og hér heima. Verkefnið var tilnefnt til hvatningarverðlauna valnefndar fyrir framúrskarandi nýbreytni í sviðslistum á Grímuverðlaununum 2024. Margrét Björk söng einnig í óperunni BRÍM eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson í Tjarnarbíó vorið 2025.
Flytjendur
Margrét Björk Daðadóttir, söngur
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarinett
