Sæktu um styrk til þess að efla menningu og mannlíf í Kópavogi.

Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóði nefndarinnar. Markmiðið er að efla og auðga menningar- og mannlíf bæjarins með viðburðum sem fela í sér nýsköpun og stuðla að aðgengi sem flestra. Við hvetjum einstaklinga, listhópa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs til að sækja um.

Við leitum sérstaklega að verkefnum og viðburðum sem

  • Einkennast af nýsköpun, ferskleika og skapandi hugsun
  • Eiga sér stað í efri byggðum Kópavogs
  • Stuðla að tengslum manns og náttúru, með sérstöðu Náttúrufræðistofu Kópavogs í huga
  • Bjóða upp á gott aðgengi og höfða til sem flestra íbúa bæjarins

Umsókn þarf að innihalda

  • Skýra lýsingu á gildi verkefnisins fyrir menningar- og mannlífið í Kópavogi
  • Framkvæmdaáætlun
  • Greinargóða fjárhagsáætlun

Rafrænar umsóknir ásamt úthlutunarreglum og menningarstefnu Kópavogs má finna á heimasíðunni meko.is. Frekari fyrirspurnir sendist til Soffíu Karlsdóttur, forstöðumanns menningarmála í Kópavogi, soffiakarls@kopavogur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
sep
Salurinn
21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

22
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Bókasafn Kópavogs
23
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR