Herbergi 213 er leikstýrt af Sigrúnu Tryggvadóttur og verður frumsýnt 25.október.
Verkið er eftir Jökul Kakobsson og var fyrst frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974. Herbergi 213 fjallar um Albert sem kemur til að ganga frá heildarskipulagi í bæ úti á landi. Hann kemur á heimili Péturs, látins skólafélaga síns. Konurnar á heimilinu taka vel á móti honum. Líf færist í húsið, en ekki er allt sem sýnist.
„Það eru 50 ár síðan Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson var sett upp í Þjóðleikhúsinu og áhugavert fyrir okkar kynslóð að sjá hvernig skrifað var fyrir konur á leiksviði árið 1974. En þetta er eitt af fyrstu verkum á íslensku leiksviði sem skrifað var fyrir konur. Í ár eru 50 ár frá því að kvennafrídagurinn var og því vel viðeigandi að setja upp íslenskt verk með konur í aðalhlutverki og spegla 50 ára gamalt verk við nútímann. Æfingar hófust í vor á samlestri verksins og vali á leikurum og hófust svo æfingar nú í september. Æfingarnar hafa gengið vel og litríkar persónur verksins hafa tekið á sig mynd ásamt leikmynd sem minnir á þann tíma sem verkið var skrifað“. Segir Anna Margrét hjá leikfélagi Kópavogs.
Það sem er spennandi við þetta verk er að nálgunin getur verið mjög ólík. Er þetta sakamálaleikrit, sálfræðidrama, gamanleikrit? Á æfingatímanum var oft rætt um að það væri gaman að setja það aftur upp með allt annarri nálgun.
Í leikdómi frá 1974 í Þjóðviljanum segir um verkið „Ég held að Jökull hafi aldrei skrifað fyndnara leikrit“ og því ættu áhorfendur að eiga von á góðri skemmtun með þessum litríku persónum sem eru í verkinu. Bætir hún og brosir.
Sýningar verða í október og nóvember. Sjá sýningadaga inn á Tix eða með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan