Þér er boðið í afmælisveislu Jane Austen
Þann 16. desember eru liðin 250 ár frá fæðingu hins heimsfræga og dáða rithöfundar Jane Austen.
Af því tilefni býður Aðdáendaklúbbur Jane Austen á Íslandi til afmælisveislu kl. 18:00 þann dag á Bókasafni Kópavogs.
- Kristín Linda formaður aðdáendaklúbbsins heldur stutt heiðursávarp.
- Chris Frost flytur þjóðlagatónlist frá heimalandi Jane.
- Afmæliskaffi, terta, samvera og spjall. Höfum gaman saman.
Opinn og ókeypis viðburður.
Öll hjartanlega velkomin.
Tækifæri til að taka fram hatta og afmæliskjóla fyrir þau sem þess óska en ekki nauðsyn.









