Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli kl. 12 og 15. Dagskráin er ókeypis og öll velkomin.
Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakapphlaupi Giljagaurs, danskennslu með Tásu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, danskennsla, búningamátun, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur.
Nánari tímasetningar:
Jólaball Rófu
12:20
12:50
13:20
13:50
14:20
Örtónleikar barnakóra í Kópavogi
12:30 við inngang
12:50 við kaffihúsið
13:10 við leiktækin
13:40 við kaffihúsið
14:10 við inngang
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.
Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.










