Jólasmiðja á Lindasafni | Fjölskyldustund á Laugardögum
Þegar hátíð ljóss og friðar nálgast bjóðum við til notalegrar fjölskyldustundar á Lindasafni. Þar leyfum við sköpunargleðinni að skína og búum til fallegar jólastjörnur – stjörnur sem síðan lýsa okkur leiðina inn í nýtt ár.
Allt efni á staðnum og allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Lindasafn, Núpalind 7.

















