23.mar 12:15

Menning á miðvikudögum | Umbreyting á veruleikanum

Gerðarsafn

Sigrún Alba Sigurðardóttir flytur fyrirlestur um ljósmyndir, skynjun og sköpun.

Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur flytur fyrirlestur um ljósmyndir, skynjun og sköpun 23. febrúar 2022 kl. 12:15 í Gerðarsafni.

Í fyrirlestrinum fjallar Sigrún Alba um ljósmyndir og áhrif þeirra á það hvernig við skynjum og upplifum veruleikann, hvernig við reynum að miðla upplifunum okkar í gegnum ljósmyndir og umbreyta veruleikanum í myndir. Í fyrirlestrinum verður fjallað bæði um hversdagslega notkun á ljósmyndum, um ljósmyndina sem rannsóknartæki og um ljósmyndina sem listmiðil. Sigrún Alba mun í því sambandi fjalla sérstaklega um ljósmyndir Elínar Hansdóttur og Santiago Mostyn sem nú má sjá í Gerðarsafni en einnig segja frá bók sinni Snjóflygsur á næturhimni sem kemur út hjá Máli og menningu síðar á árinu og fjallar um hlutverk ljósmynda og áhrif þeirra á minningar, viðhorf, skynjun og skilning á veruleikanum.  

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningar Santiago Mostyn, Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar sem standa yfir í Gerðarsafni frá 14. janúar til 27. mars og eru hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Sigrún Alba er með cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla en hefur einnig lagt stund á sagnfræði og bókmenntafræði. Hún hefur gefið út fjölda fræðigreina og bóka, og má þar m.a. nefna bækurnar Snert á arkitektúr (2017), Afturgöngur og afskipti af sannleikanum (2009) og Endurkast. Íslensk samtímaljósmyndun (2006).

Nýjasta bók hennar er Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljósmyndun sen kom út 2020 en henni ritstýrði Sigrún Alba í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur.

Í rannóknum sínum hefur Sigrún Alba lagt áherslu á að tengja saman ólíkar fræðigreinar, s.s. heimspeki, listfræði og menningarfræði, og vinna úr hefðbundum fræðitextum á skapandi hátt og þá gjarnan í samstarfi við listamenn og hönnuði.

Sigrún Alba hefur einnig unnið að sýningargerð og textaskrifum í samstarfi við ljósmyndara, hönnuði og myndlistarmenn og starfað sem sýningarstjóri og sett upp sýningar, m.a. í Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Árið 2018 var Sigrún Alba sýningarstjóri sýningarinnar Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár í Listasafni Íslands.

Fyrirlestur Sigrúnar Ölbu er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem styrkt er af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Viðburðir fara á víxl fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salnum í Kópavogi.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira