Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum, miðvikudaginn 18. maí, verður boðið upp á leiðsögn um safngeymslur Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs – rými sem að öllu jöfnu eru hulin hinum almenna safngesti.
Viðburðurinn hefst í Gerðarsafni þar sem listfræðingar safnsins bregða ljósi á safneignina sem telur um 4000 listaverk. Að því loknu liggur leiðin í Náttúrufræðistofu Kópavogs og hulunni svipt af djásnum sem finna má í varðveislurými safnsins.
Ókeypis er á leiðsögnina og öll hjartanlega velkomin.