01.jún 13:00

Teiknismiðja I Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Listakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir teiknismiðju.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir teiknismiðju inni í sýningarsölum Gerðarsafns þar sem nú stendur yfir sýningin Útlína. Lóa er reynslumikill teiknari og kennir ýmsar teikniæfingar ásamt því að fara í gegnum æfingar sem eru hluti af sýningunni.
Á sýningunni Útlína má sjá ýmsar útgáfur af teikningum, skissum og jafnvel kroti eftir marga af fremstu listamönnum Íslands. Gestir fá æfingu í því hvernig skoða megi útlínur í umhverfinu sem og í listaverkum.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ og hefur lokið myndskreytingarnámi í Parsons New School of Design, NY. Lóa Hlín starfar sem teiknari og tónlistarmaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist í Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út myndasögubækur og birt myndasögur í ýmsum ritum.
Myndverk Lóu má skoða hér. 
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
apr
Gerðarsafn
22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

17
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira