13.feb 12:15

Menning á miðvikudögum | Táknmálsleiðsögn

Gerðarsafn

Leiðsögn á táknmáli um sýninguna Ó, hve hljótt.

Ástbjörg Rut Jónsdóttir sviðslistakona og táknmálstúlkur verður með leiðsögn á táknmáli um sýninguna Ó, hve hljótt. Ástbjörg lauk BA námi í leiklist, Fræði og framkvæmd vorið 2009. Hún er einnig með BA-gráðu í táknmálsfræði og –túlkun. Hún hefur tekið þátt í gjörningaverkum, táknmálstúlkað leiksýningar, leikstýrt og haldið leiklistarnámskeið víða um land.

Sýningin Ó, hve hljótt samanstendur af völdum kvikmyndum, hljóð- og vídeóverkum eftir bæði íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn. Táknmálsnotendur eru sérstaklega hvattir til að mæta, en einnig verður boðið upp á leiðsögn á íslensku, fyrir þá sem ekki kunna ekki táknmál.

Leiðsögnin er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
 
 Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 
Ljósmynd: Móa

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

15
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Salurinn
17
sep
Bókasafn Kópavogs
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

27
sep
Gerðarsafn

Sjá meira