07.des 13:00

Snjókorna mynstur | Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Snjókorn útbúin með mismunandi efnum og aðferðum.

Smiðja með listakonunni Þórdísi Erlu Zoëga þar sem mismunandi mynstur snjókorna verða könnuð og ný mynstur gerð með mismunandi efnum og aðferðum. Snjókorn eru kristallar sem falla til jarðar úr andrúmsloftinu en myndast á leið sinni til jarðar vegna áhrifa hitastigs og raka og er því nánast hvert og eitt með sínu sniði.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu!
Þórdís Erla Zoëga býr og starfar í Reykjavík en hún fluttist heim skömmu eftir útskrift árið 2012 frá Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam, með BFA gráðu úr Audio Visual deild. Hún hefur sýnt víða í Evrópu en á Íslandi hefur hún m.a. gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Hún meðlimur í listahópnum Kunstschlager og hélt uppi sýningardagskrá í Kunstschlager Stofu í Listasafni Reykjavíkur. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir búninga ársins í verkinu DADA dans sem hún vann með Íslenska Dansflokknum. Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.
Verk Þórdísar má sjá hér: www.thordiz.net

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

01
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira