Afgreiddu þig sjálf/ur

Bókasafn Kópavogs hefur frá stofnun þess verið í fararbroddi almenningsbókasafna á landinu hvað varðar framboð á safnkosti, þjónustu og fræðslu fyrir samfélagið í heild.
Í allri starfsemi safnsins hefur verið lögð áhersla á að hún sé í samræmi við nýjustu tækni, búnað og miðlun hverju sinni og nýsköpun höfð að leiðarljósi. „Nú er komið að því að taka skrefið lengra í afgreiðslu aðalsafns og gefa lánþegum tækifæri til að afgreiða sig sjálfir í gegnum sjálfsafgreiðsluvélar líkt og matvörubúðir og bankar bjóða,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. Lísa segir að sjálfsafgreiðsluvélar á bókasöfnum hafa verið til staðar í mörg ár en notkun þeirra á Bókasafni Kópavogs hefur ekki verið mikil frá því fyrsta vélin var sett upp árið 2007. Safnið keypti aðra vél í byrjun þessa árs og eru nú tvær vélar á safninu.
Frá og með 1. október mun starfsfólk í afgreiðslu leggja megináherslu á kennslu á sjálfsafgreiðsluvélar og hvetja alla sem hafa áhuga á að nýta sér þann möguleika að afgreiða sig sjálfir. Starfsfólk verður áfram til staðar í afgreiðslu en getur með þessari breytingu einbeitt sér að flóknari fyrirspurnum og veitt betri einstaklingsþjónustu en nú er gert. „Það er einlæg trú okkar að þessi viðbótarþjónusta geri lánþega ánægðari og öruggari með gögnin sín líkt og raunin er í bönkum og matvörubúðum. Hver vill ekki geta afgreitt sig sjálfur þegar honum hentar?“ segir Lísa að lokum.

Áður birt í Kópavogsblaðinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR