14.jan ~ 27.mar

08-18 (Past Perfect) | Santiago Mostyn

Gerðarsafn

14.01.2022-27.03.2022

Santiago Mostyn sýnir nýja innsetningu í Gerðarsafni með ljósmyndum og vídeóverkum sem unnin voru þvert yfir Svarta Atlantshafið með áherslu á staði sem listamaðurinn tengist persónulega. Ljósmyndaröðin 08-18 (Past Perfect) er sýnd hér í fyrsta sinn og var gerð á áratug af endurkomum til Trinidad, Zimbabwe, Grenada, Bandaríkjanna og Skandinavíu. Myndaröðin hangir á veggfóðri sem unnið er með bláþrykki (en. cyanotype), sem mun breytast og framkalla grábláan tón með því að vera baðað vetrarsól meðan á sýningunni stendur.
08-18 (Past Perfect)
Í sama rými má sjá vídeóverkið Drawing for Bellevue Estate. Myndin var gerð í Tobago, eyjunni sem var innblástur að landslagi Róbinsons Krúsó, og vettvangur margra bylgja af rányrkju nýlenduveldanna. Í verkinu sjáum við fjóra menn höggva sér leið í gegnum hitabeltisgróður og merkja landsvæði, þó í átt að óþekktu markmiði. Kortlagning þeirra minnir á aðferðir evrópskra nýlendusinna til að gera tilkall til og iðnvæða Karíbahafið. Verkið beinir einnig sjónum að stærsta silkitrefjatré eyjunnar sem helgað er þjóðsögunni af Gang-Gang Söruh, sögulegri persónu sem reyndi að ‘fljúga heim’ til Afríku með því að stökkva úr trénu og það varð henni að bana. Verkið dregur upp mynd af landslagi þar sem saga nýlendustefnu, þrælahalds, þjóðsagnir og persónulegar sögur mætast.
Drawing for Bellevue Estate
Santiago Mostyn kannar mishljóm á milli ólíkra pólítískra svæða í innsetningum, ljósmyndum, vídeóverkum, textum og gjörningum. Hann tengir sína eigin sögu við myndefni frá sögulegum atburðum, sögufrægum persónum og kynþáttamisrétti. Í verkunum notar hann nýtt efni sem og eldri gagnagrunna til að skapa marglaga og næma frásögn. Í rannsóknarferlinu kannar hann einkenni og minni, jafnframt persónuleg og sameiginleg, og skurðpunkta sögunnar við atburði líðandi stundar.
Santiago Mostyn (f. 1981, San Francisco) starfar í Stokkhólmi og Berlín en heldur sterkri tengingu við uppvaxtarlönd sín Zimbabwe og Trinidad & Tobago. Hann lauk BA árið 2004 við Yale háskóla. Hann nam við Städelschule 2006-2007 og lauk MA gráðu 2013 við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Santiago var í vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien 2021 og verður meðlimur í Schloss Solitude 2022. Meðal nýlegra sýninga hans má nefna The Real Show í CAC Brétigny (2022), Swimming Pool-Troubled Waters í Künstlerhaus Bethanien, Berlín, (2021), Deep Listening for Longing á 2021 Borås-tvíæringnum, Svíþjóð (2021), With New Eyes í Goteborgs Konsthall, Gautaborg (2021), Your Shadow is a Mirror í Andréhn-Schiptjenko, Stokkhólmi, Svíþjóð (2021), og Grass Widows í Southern Alberta Art Gallery, Lethbridge, AB, Kanada (2020).
The Real Show
Swimming Pool-Troubled Waters
Deep Listening for Longing
With New Eyes
Your Shadow is a Mirror
Grass Widows

Stilla úr vídeó verki: Drawing for Bellevue Estate, 2018

LISTAFÓLK

Santiago Mostyn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira