17.jún 10:00

17. júní

Gerðarsafn

Frítt verður inn á Gerðarsafn á Þjóðhátíðardaginn og verða Skapandi sumarstörf á svæðinu frá kl. 14:00-16:00 og standa fyrir tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.
Núverandi sýning safnsins Útlína samanstendur af verkum úr safneign Gerðarsafns allt frá árinu 1950 og til dagsins í dag.
Sýningin er hluti af +Safneigninni þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast innra starfi safnsins.

Skapandi sumarstörf  verða á svæðinu frá kl. 14:00-16:00 og standa fyrir tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.

Þjóðhátíðardagurinn í Kópavogi: 
Dagskráin í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn er afar metnaðarfull venju samkvæmt.
Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu sem leidd er af skátafélaginu Kópum og Skólahljómsveit Kópavogi. Skrúðgangan hefst við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur á Rútstúni. Þar verður hátíðar- og skemmtidagsskrá frá tvö. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson en meðal þeirra sem fram koma eru Ronja ræningjadóttir og Jói P og Króli.
Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira. Þá er einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin. Menningarhúsin eru opin þennan dag frá 11-17.
Kvöldtónleikar hefjast klukkan 19.50. Það er Páll Óskar sem lýkur kvöldtónleikunum en einnig koma fram GDRN, Sísí Ey og Blóðmör.
Nánar um dagskrána
10.00: Að morgni 17. júní verður haldið 17. júní hlaup fyrir börn í 1.-6. bekk á Kópavogsvelli.
13.30: Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og fjallkona leiða gönguna.
14.00: Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson.
Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Össurar Geirssonar í upphafi dagskrár. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp, nýstúdent flytur ræðu og fjallkona flytur ljóð. Þá taka við skemmtiatriði en fram koma: Ronja ræningjadóttir, Skoppa og Skrítla, Ingó Veðurguð, sigurvegari söngkeppni Samfés, Sveppi, Jói P og Króli, Svala Björgvins og Karma Brigade.
Á Rútstúni og víðar
Götuleikhús Kópavogs verður á flakki með alls kyns sprell.
Leiktæki, barnatjald fyrir 0-5 ára, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira.
Íþrótta- og æskulýðsfélög verða með sölutjöld á Rútstúni.
Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar. Klifurveggur og sveitin sýnir tæki og búnað.
13.00-17.00: Útisvæði við Menningarhúsin í Kópavogi
Ratleikur um öll húsin, ærslabelgurinn, hoppukastalar, Skapandi sumarstörf í Gerðarsafni, Krakkahestar (frá kl. 15), andlitsmálun og fleira. Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs verða opin kl. 11-17.

14:00-16:00: Gerðarsafn
Skapandi sumarstörf taka yfir neðri hæð safnsins með tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.
 
19.50: Stórtónleikar á Rútstúni
Fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
mar
Bókasafn Kópavogs
20
mar
Salurinn
20
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

21
mar
Gerðarsafn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
mar
Gerðarsafn
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn

Sjá meira