17.jún 10:00

17. júní

Gerðarsafn

Frítt verður inn á Gerðarsafn á Þjóðhátíðardaginn og verða Skapandi sumarstörf á svæðinu frá kl. 14:00-16:00 og standa fyrir tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.
Núverandi sýning safnsins Útlína samanstendur af verkum úr safneign Gerðarsafns allt frá árinu 1950 og til dagsins í dag.
Sýningin er hluti af +Safneigninni þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast innra starfi safnsins.

Skapandi sumarstörf  verða á svæðinu frá kl. 14:00-16:00 og standa fyrir tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.

Þjóðhátíðardagurinn í Kópavogi: 
Dagskráin í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn er afar metnaðarfull venju samkvæmt.
Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu sem leidd er af skátafélaginu Kópum og Skólahljómsveit Kópavogi. Skrúðgangan hefst við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur á Rútstúni. Þar verður hátíðar- og skemmtidagsskrá frá tvö. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson en meðal þeirra sem fram koma eru Ronja ræningjadóttir og Jói P og Króli.
Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira. Þá er einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin. Menningarhúsin eru opin þennan dag frá 11-17.
Kvöldtónleikar hefjast klukkan 19.50. Það er Páll Óskar sem lýkur kvöldtónleikunum en einnig koma fram GDRN, Sísí Ey og Blóðmör.
Nánar um dagskrána
10.00: Að morgni 17. júní verður haldið 17. júní hlaup fyrir börn í 1.-6. bekk á Kópavogsvelli.
13.30: Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og fjallkona leiða gönguna.
14.00: Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni. Kynnir er Vilhelm Anton Jónsson.
Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Össurar Geirssonar í upphafi dagskrár. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, flytur ávarp, nýstúdent flytur ræðu og fjallkona flytur ljóð. Þá taka við skemmtiatriði en fram koma: Ronja ræningjadóttir, Skoppa og Skrítla, Ingó Veðurguð, sigurvegari söngkeppni Samfés, Sveppi, Jói P og Króli, Svala Björgvins og Karma Brigade.
Á Rútstúni og víðar
Götuleikhús Kópavogs verður á flakki með alls kyns sprell.
Leiktæki, barnatjald fyrir 0-5 ára, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira.
Íþrótta- og æskulýðsfélög verða með sölutjöld á Rútstúni.
Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar. Klifurveggur og sveitin sýnir tæki og búnað.
13.00-17.00: Útisvæði við Menningarhúsin í Kópavogi
Ratleikur um öll húsin, ærslabelgurinn, hoppukastalar, Skapandi sumarstörf í Gerðarsafni, Krakkahestar (frá kl. 15), andlitsmálun og fleira. Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs verða opin kl. 11-17.

14:00-16:00: Gerðarsafn
Skapandi sumarstörf taka yfir neðri hæð safnsins með tónlistarviðburði, gjörningi, myndverkum og brúðuleikhúsi.
 
19.50: Stórtónleikar á Rútstúni
Fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira