17.Jun

17. júní í Gerðarsafni

Gerðarsafn

Opið frá kl. 10-17. Tríó Sól flytur ljúfa tóna frá kl. 13-16

Gerðarsafn verður opið frá kl. 10-17 á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar sem enn gætir takmarkana vegna Covid 19 faraldursins verður megin viðburðardagskrá safnsins utandyra en Gerðarsafn tekur þátt í skemmtilegum sumarleik Menningarhúsanna sem nefnist Söfnum sumri. 
Gerðarsafn mun bjóða upp á eftirfarandi verkefni undir merkjum sumarleiksins Söfnum sumri: 

Gerðarleg fánasmiðja
Skapandi smiðja þar sem börn og fullorðnir geta búið til sinn eigin fána innblásinn af formum og litum sem finna má í klippiverkum Gerðar Helgadóttur.
Sólarslóð
Fræðsla og verkefni í tengslum við útilistaverkið Sólarslóð eftir Theresu Himmer sem stendur við Hálsatorg. Fjölskyldur geta tekið verkefnið með sér heim og búið til sitt eigið sólúr eða jafnvel sólardagatal. 
Gluggarnir hennar Gerðar
Fræðsla og verkefni út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Fjölskyldur fá uppskrift að einfaldri gluggamálningu sem þær geta útbúið heima og skapað sín eigin glerlistaverk undir áhrifum frá Gerði. 

Innandyra má njóta sýninga safnsins auk þess sem strengjatríóið Tríó Sól mun flytja ljúfa tóna með reglulegu millibili frá kl. 13-16. 
Tríó Sól er nýlega skipað af þeim Maríu Emilíu Garðarsdóttur fiðluleikara, Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur fiðluleikara og Þórhildi Magnúsdóttur víóluleikara. Þær eiga það sameiginlegt að stunda allar nám við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Á 17. júní munu þær flytja strengjatríó fyrir tvær fiðlur og víólu eftir A. Dvořák. Jafnframt mun Þórhildur spila m.a. nokkra kafla úr svítum eftir J.S. Bach um ýmis rými Gerðarsafns. Hljómleikarnir munu óma um safnið með reglulegu millibili frá kl. 13-16. 
Í Gerðarsafni eru uppi sýningarnar Afrit, með verkum sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir og Gerður, grunnsýning með áherslu á járnverk Gerðar frá 6. áratugnum.

Ókeypis aðgangur allan daginn.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
Feb
11
Feb
Salurinn
07
Feb
Salurinn
08
Feb
Salurinn
08
Feb
Bókasafn Kópavogs
08
Feb
Bókasafn Kópavogs
11
Feb
Bókasafn Kópavogs
15
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
15
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
15
Feb
Bókasafn Kópavogs
16
Feb
Salurinn
19
Feb
14
May
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

29
Mar
Gerðarsafn
12
Apr
Gerðarsafn
18
Apr
23
Apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira