Við fylgjum eftir alveg hreint frábærum stofnfundi Aðdáendaklúbbs Jane Austen með bókamessu á Bókasafni Kópavogs.
Fjallað verður um bækur Jane Austen og þeim bókum sem þýddar hafa verið á íslensku gert hátt undir höfði. Þær eru Hroki og hleypidómar, Aðgát og örlyndi og Emma.
Dagskrárstjórn og fræðsla:
Kristín Linda sálfræðingur, formaður aðdáendaklúbbsins
Sérstakur gestur:
Salka Guðmundsdóttir þýðandi Emmu, verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands.
Gestum býðst að taka þátt í umræðum í hópum, njóta þess að spjalla saman um bækurnar, sögusviðið, söguhetjurnar og söguþráð bókanna.
Við lofum gleði, gamni og góðum móttökum.
Tækifæri til að setja upp hattana!