14.sep 13:30

Álfakóngurinn – sönglög eftir Franz Schubert

Salurinn

Salurinn
4.500 - 5.900 kr.

Erlkönig, eða Álfakóngurinn er án efa þekktasta lag Franz Schubert, og mögulega þekktasta sönglag rómantíska tímabilsins í klassískri tónlist.
Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari hefur fléttað saman efnisskrá með lögum Schuberts, sem býr til sögu í kringum Álfakónginn.

Það sem er sérstakt við þetta prógram er að mörg laganna hafa líklega aldrei heyrst á Íslandi, þó tónskaldið sé svona þekkt. Schubert samdi rúmlega 600 sönglög, svo ansi mörg þeirra eru ekki þekkt en eru stórkostleg samt sem áður. Lagið sem leggur grunninn af efnisskránni er Opus 1. eftir Schubert, sem hann samdi 18 ára gamall við ballöðu Goethe; Erlkönig.
Álfakóngurinn er gríðarlega erfitt lag fyrir píanóleikara, og er því einnig mjög sjaldan flutt. En lagið er án efa eitt það magnaðasta sem hefur verið skrifað í ljóðasöng.

Benedikt Kristjánsson

Benedikt Kristjánsson er fæddur árið 1987 á Húsavík. Hann hóf söngnám 16 ára gamall við Söngskólann í Reykjavík hjá Sibylle Köll og síðan Margréti Bóasdóttur. Samhliða námi söng hann í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðakórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Benedikt lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2007 þar sem Margrét Bóasdóttir var kennari hans. Þar á eftir stundaði hann nám við „Hanns Eisler“ tónlistarháskólann í Berlín, þar sem aðalkennari hans var Prof. Scot Weir. Hann útskrifaðist þaðan árið 2015.

Hann hefur sótt Masterklassa hjá Peter Schreier, Christu Ludwig, Elly Ameling, Robert Holl, Andreas Schmidt, Thomas Quasthoff og Helmut Deutsch.

Benedikt hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri Bach söngkeppni í Greifswald í júní 2011 og einnig verðlaun áheyrenda. Hann hlaut verðlaun áheyrenda í alþjóðlegu Bach keppninni í Leipzig sumarið 2012, fékk styrk úr Jean Pierre Jaquillat sjóðnum, og var valinn Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 2016 var hann valinn Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Árið 2019 fékk hann OPUS Klassik verðlaunin fyrir „nýstárlegustu tónleika ársíns“.

Þar flutti hann Jóhannesarpassíu Bachs í óvenjulegri uppfærslu, ásamt sembal og orgelleikara, og slagverksleikara.
Það sama ár kom út fyrsta sólóplata hans, ,,Drang in die Ferne“, og á honum eru tvinnuð saman sönglög eftir Franz Schubert og íslensk þjóðlög sem sungin eru án undirleiks. Platan fékk mikið lof gagnrýnanda í Þýskalandi og á Íslandi, og var líka tilnefnd sem plata ársins á ICMA, OPUS Klassik og á íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Árið 2020 fékk hann sín þriðju verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist.

Hann hefur komið fram sem einsöngvari í mörgum af stærstu tónleikahúsum heims, eins og Fílharmoníunni í Berlín, Concertgebouw Amsterdam, Chapelle Royal í Versölum, og í Walt-Disney Hall í Los Angeles. Einnig hefur hann sungið í Óperuhúsunum Staatsoper Berlin, Theater Kiel og Staatstheater Braunschweig.
Hann er tíður gestur á virtum tónlistarhátíðum, eins og Bachfest Leipzig, Musikfest Stuttgart, Händelfestspiele Halle og Oude Muziek Festival Utrecht.
Hann hefur unnið með mörgum virtum stjórnendum, þar má nefna Reinhard Goebel, Reinbert de Leeuw, Peter Dijkstra, Vaclav Luks, Hans-Christoph Rademann, Vladimir Jurowski og Philippe Herreweghe.

Mathias Halvorsen

Mathias er norskur píanóleikar og tónskáld, búsettur í Reykjavík og þekktur fyrir sína sterku sýn og leitandi nálgun á klassíska tónlist. Árið 2024 var hann tilnefndur norsku tónlistarverðlaunanna Spellemannprisen, fyrir plötuna Piano Concertos for the Left Hand, þar sem hann leikur póanókonserta eftir Ravel og Korngold fyrir vinstri hönd, ásamt Kringkastingsorkestret (norsku útvarpshljómsveitinni) undir stjórn Otto Rausk. Upptakan hlaut mikið lof víða um heim og eins og BBC Record Review orðuðu það: „holds its own with some of the great recordings“. Deutschlandfunk Kultur lofuðu leik Halvorsen með orðunum „starke Konturen und lebendig, wie ein Panoramabild in hoher Auflösung.“ Aðrir gagnrýnendur töluðu um hugmyndaríki og hljómræna sköpun í túkun hans og Plant Hugill lýsti þessu sem „a towering Korngold and a Ravel full of rhapsody and imagination.“ BBC Music Magazine töluðu um Halvosen sem „a strong, central soloist with a focused, glittering tone.“

Samhliða sólóferli sínum er Halvorsen listrænn stjórnandi PODIUM, alþjóðlegu tónlistarhátíð Fartein Valen í Haugesund, sem er þekkt fyrir djarft dagskrárval, frumflutninga og grípandi tónleikauppsetningar. Halvorsen er einnig stofnandi alþjóðlega verkefnisins LightsOut, sem setur upp tónleika í algjöru myrkri og fjarlægir þannig alla sjónræna truflun, sem dýpkar upplifun áhorfenda. Verkefnið hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir sín sterku áhrif. SWR lýsti verkefninu sem: „an extremely intensive experience“, Südwest Presse sem: „a phenomenal performance“ og Stuttgarter Zeitung/WDR lögðu áherslu á þá fullkomnu þögn og einbeitingu sem varð til á milli flytjenda og áhorfenda.

Halvorsen hefur unnið, í samstarfi við fiðluleikarann Mathieu van Bellen, einstaka útgáfu af La Bohème eftir Puccini, sem flutt er alfarið án söngvara. Um uppsetninguna, þar sem textanum er varpað upp og hljóðfæratúlkunin sett á svið, sagði Trouw: „Puccini was not often this close“, á meðan De Nieuwe Muze töluðu um að: „Halvorsen’s piano playing makes the scenes sparkle.“

Halvorsen hefur komið fram í sumum af virtustu tónleikahúsum Evrópu, þar á meðal Berliner Philharmonie, Philharmonie de Paris, Elbphilharmonie í Hamborg og Queen Elizabeth Hall í London. Hann hefur einnig fengið boð á stórar tónlistarhátíðir eins og Beethovenfest Bonn, Schleswig-Holstein Musik Festival, Brighton Festival og Meltdown Festival stýrt af Yoko Ono.

Samstarf hans nær einnig út fyrir klassíska tónlist. Hann tók þátt í Peaches Christ Superstar ásamt listakonunni Peaches, sem sýnt var á Theater der Welt í Mannheim og á Meltdown hátíðinni í London. Hann lék einnig sitt fyrsta leikhlutverk í Þjóðleikhúsinu í Ósló í þverfaglegri sýningu í leikstjórn danshöfundarins Laurent Chétouane.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Salurinn
26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

26
ágú
Salurinn
26
ágú
28
ágú
Salurinn
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
05
sep
Salurinn
20:30

Belonging?

06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn
10
sep
Salurinn
11
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira