28.apr 20:00

Ástir (& Ásláttur)

Salurinn

2.600 - 5.200 kr.

Dýnamík, tónlitun, kraftur

Þrjú mögnuð tónverk frá 20. öld prýða efnisskrá þessara tónleika þar sem fram koma píanóleikararnir Erna Vala Arnardóttir og Romain Þór Denuit ásamt slagverksleikurunum Frank Aarnink og Kjartani Guðnasyni.

Ballettinn Petrúska er eitt vinsælasta og áhrifamesta verk Igor Stravinskys og hljómar hér í glænýrri útsetningu Ernu Völu og Romain Þórs fyrir tvo flygla og tvo slagverksleikara.

Hér verða einnig fluttir valdir kaflar úr meistaraverkinu West Side Story eftir Leonard Bernstein í útsetningu fyrir tvo flygla og slagverk en útsetninguna gerði Irwin Kostal að beiðni Bernstein sjálfs, fyrir hinar heimsþekktu Labèque systur.

Tónleikunum lýkur svo með einu margrómaðasta kammerverki 20. aldarinnar, Sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Béla Bartók. Verkið sló í gegn strax við frumflutning árið 1937 og hefur allar götur síðan verið á meðal vinsælustu tónverka ungverka tónskáldsins og píanóvirtúóssins.

Efnisskrá:

Igor Stravinsky
Petrúska
fyrir tvo flygla og tvo slagverksleikara í útsetningu Ernu Völu Arnardóttur og Romain Þórs Denuit

Leonard Bernstein
Úr West Side Story
fyrir tvo flygla og tvo slagverksleikara í útsetningu Irwin Kostal

Béla Bartók
Sónata fyrir tvö píanó og slagverk

Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin hefst klukkan 19:00 og stendur í um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


FRAM KOMA

Erna Vala Arnardóttir

Píanó

Romain Þór Denuit

Píanó

Deildu þessum viðburði

02
nóv
Salurinn
23
nóv
Salurinn
11
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

01
mar
Salurinn
12
apr
Salurinn
03
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
15
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
23
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira