14.feb 2024 12:15 - 13:00

Ástarljóð á Valentínusardegi

Bókasafn Kópavogs

Þann 14. febrúar munu nokkur ljóðskáld lesa upp ástarljóð á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í tilefni af Valentínusardeginum.

Valentínusardaginn má rekja til Evrópu á 14. öld en þá var haldin messa heilags Valentínusar, sem var verndardýrlingur elskenda og býflugnabænda.

Skáldin sem lesa eru þau Sigurður Skúlason, Sunna Dís Másdóttir og Jakub Stachowiak.

Öll velkomin á notalega ljóðastund á Bókasafni Kópavogs á degi elskenda.

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Sigurður Skúlason hefur sinnt ritstörfum meðfram leiklist um langt árabil. Hann hefur þýtt ljóð, leikrit og bækur um andleg málefni auk þess að gefa út fjórar ljóðabækur, margbrotinn augasteinn, ævinlega hér, á leiðinni og heim aftur. Þá hefur hann skrifað greinar í blöð og tímarit.

Sunna Dís Másdóttir er skáld og sjálfstætt starfandi sem þýðandi, ritstjóri og gagnrýnandi. Sunna sendi frá sér ljóðabókina Plómur sem tilnefnd var til Maístjörnunnar 2023 og var jafnframt handhafi ljóðstafs Jóns úr Vör 2023 fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja. Sunna er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim sent frá sér skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021, og ljóðabækurnar Nú sker ég netin mín, Ég er fagnaðarsöngur og Ég er ekki að rétta upp hönd.  

Jakub Stachowiak er skáld, rithöfundur og bókavörður. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Næturborgir og Úti bíður skáldleg veröld og ljóðakverið Flæði 3. Í fyrra kom út hans fyrsta prósaverk, Stjörnufallseyjur. Ljóð, smásögur og örsögur eftir hann hafa verið birt á prenti í ýmsum tímaritum m.a. í TMM og safnritum m.a. ljóðabókinni Pólífóníu af erlendum uppruna og sanfritum ritlistarnema. 

Deildu þessum viðburði

14
jan
Gerðarsafn
04
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Salurinn
04
mar
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
06
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Gerðarsafn
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

14
jan
Bókasafn Kópavogs
14
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

14
jan
Bókasafn Kópavogs
16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira