05.mar ~ 10.apr

Blint stefnumót

Gerðarsafn

05.03.2016 – 10.04.2016
05.03.2016 – 10.04.2016

Opnuð verður sýning á verkum úr safneign Gerðarsafns laugardaginn 5. mars. Á sýningunni verður tvinnað saman verkum eftir samtímalistamenn og eldri verkum úr safneign.
Opnuð verður sýning á verkum úr safneign Gerðarsafns laugardaginn 5. mars. Á sýningunni verður tvinnað saman verkum eftir samtímalistamenn og eldri verkum úr safneign.
Opnuð verður sýning um óvænt kynni verka úr safneign Gerðarsafns laugardaginn 5. mars. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar opnar sýninguna og allir eru velkomnir.
Listaverk lifa undarlegu lífi. Þau verða til í átökum listamannsins við efni sitt og hugmyndir. Þau er sett á sýningu þar sem fólk kemur að skoða þau og það er jafnvel skrifað um þau í blöðin. Svo enda mörg þeirra á söfnum þar sem þau eru geymd með ótal öðrum verkum í dimmum geymslum.

Hvað gerist í geymslunni? Þegar við förum að skoða verkin sem hafa safnast upp í áratugi kemur ýmislegt undarlegt í ljós: Þau þroskast og breytast og mynda óvænt tengsl. Allt í einu virðist náið samband milli verka sem áður sýndust ólík. Abstraktverk reynist nauðalíkt gömlu landslagsmálverki. Konseptverkin fá gömul portrett til að hugsa og á móti eru konseptverkin orðin stolt af fagurfræðilegu yfirbragði sínu.

Við setjum ekki listaverk á safn til að loka þau inni. Listasöfn þurfa stöðugt að vinna með safneign sína, rannsaka verkin og samhengi þeirra, finna tengingar við samtímann og sýna verkin almenningi. Listasafnið er lifandi vettvangur, ekki bara fyrir ný verk og sýningar, heldur líka fyrir verkin í geymslunni. Gerðarsafn hefur að undanförnu gert átak í að opna gestum innsýn í þetta innra starf safnafólksins. Í safninu eru sérsöfn sem kalla á rannsóknir, ekki síst stórt safn Gerðar Helgadóttur sem stofnunin heitir eftir, og nú hefur verið sett upp vinnu- og sýningaraðstaða þar sem hægt er að sjá hverning verk eru takin fram, skoðuð og rannsökuð. Sýningin Blint stefnumót er liður í þessari starfsemi og á henni eru tekin fram úr geymslum nokkur af þeim verkum sem keypt hafa verið inn eða gefin safninu allt frá því að Kópavogsbær hóf að viða að sér listaverkum árið 1965. Verkin sjálf spanna heila öld í íslenskri listasögu og á sýningunni er leitast við að skoða tengsl þeirra og um leið að huga að því hvernig safneign af þessu tagi verður til á löngum tíma. Verkin koma til safnsins á ýmsum skeiðum, valin af starfsfólki á hverjum tíma, og smátt og smátt verður til flókin heild sem enduspeglar tilgang og sögu starfseminnar.

Sýningunni Blint stefnumót er ætlað að opna sýn á þessa starfsemi og þá hugsun sem í söfnun og safnavinnu felst. Margt kemur kannski kunngulega fyrir meðan annað er framandi en það áhugaverðasta eru tengingarnar sem myndast í áranna rás, heildarmyndin sem verður til og þróast stöfðugt í safninu: Blindu stefnumótin í listaverkegeymslunni.

Blint stefnumót

Blint stefnumót
.
Sýningarstjórar eru Jón Proppé, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Brynja Sveinsdóttir.
Sýningarstjórar eru Jón Proppé, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Brynja Sveinsdóttir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

25
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira