12.jún 17:00

Bogomil Font | Sumartónar í Salnum

Salurinn

Salurinn
Ókeypis inn kr.

Í sumar býður Salurinn gestum sínum enn og aftur í ljúfa tónlistarupplifun í forsal Salarins, en að þessu sinni undir nýju nafni – Sumartónar í Salnum.

Sumartónar í Salnum eru í anda Sumardjazz tónleikaraðarinnar sem Salurinn hefur boðið upp á undanfarin sumur og slegið hefur rækilega í gegn. Með nýju sniði bjóðum upp á fjölbreyttari tónlistarupplifun þar sem fleiri tónlistarstefnur fá að njóta sín.

Tónleikarnir fara fram á fimmtudögum í júní og júlí kl. 17:00-18:00.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Léttar veitingar verða til sölu.

Þann 12. Júní munu Bogomil Font og Snillarnir stíga á stokk og hefja tónleikaröðina með pompi og prakt eins og þeim einum er lagið.

Bogomil Font er hliðarsjálf Sigtryggs Baldurssonar en Sigtryggur hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi til margra ára og er tónelskum íslendingum vel kunnugur. Hann er bæði þekktur sem trommu- og slagverksleikari með hljómsveitum á borð við Sykurmolana – þar sem hann sló fyrst í gegn. Hann hefur þó ekki síður glatt landsmenn sem gullbarkinn glettni Bogomil Font sem gerði garð sinn frægan með félögunum sínum Milljónamæringunum.

Á tónleikunum í Salnum þann 12. júní verður Bogomil með nýja hljómsveit skipaða úrvalsleikurum: Einari Scheving á trommur, Pálma Sigurhjartarsyni á píanó, Jóel Pálssyni á saxófón og Birgi Stein á bassa. Flutt verða sígild lög af metsöluplötunni Ekki þessi leiðindi sem fagnaði 30 ára afmæli í fyrra, ásamt nýju efni sem til orðið hefur í samstarfi við Hljómskálateymið: Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Kristinn Jónsson.

Nýjasta lagið þeirra, Þú trumpar ekki ástina, hefur hlotið mikla spilun upp á síðkastið og verður að sjálfsögðu á efnisskránni – ásamt fleiri smellum og sögum að hætti Bogomils.

Deildu þessum viðburði

12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

26
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

03
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

31
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Salurinn
10
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

10
sep
Salurinn
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
17
sep
Salurinn
19
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira