15.feb 2026 13:30

Duology fyrir tvær hörpur

Salurinn

Salurinn
3.900 - 4.500 kr.

Duology er yfirskrift tónleika hörpuleikaranna Katie Buckley og Elísabetar Waage. Nafnið er dregið af heiti tónsmíðar Lars Graugaard sem samin var fyrir dúóið. Tvíleikur er líklega besta þýðingin á Duology og á þessum tónleikum birtist harpan í tvívídd. Leikin verður tónlist eftir Bach og Kolbein Bjarnason og farið verður frá rómantík Viktoríutímabilsins til tónmáls 20. og 21. aldar.

Prelúdía Bachs er úr fiðlusónötu nr.6 og hefur hún verið útsett fyrir ýmis hljóðfæri; hér fyrir 2 hörpur.

Osian Ellis heimsótti Ísland fyrir nokkrum áratugum, hélt hörputónleika í Austurbæjarbíói og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hélt einnig tölu í Tónlistarskólanum í Reykjavík um samstarf sitt við Benjamin Britten. Eins og Ellis var John Thomas frá Wales. Hann hlaut nafnbótina Hörpuleikari Viktoríu drottningar. Tónsmíð hans byggist á velskum þjóðlögum.

Lars Graugaard samdi septettinn States and Shapes fyrir 5 klarinettuleikara og 2 hörpuleikara. Verkið var frumflutt af Caput-hópnum árið 2019. Strax í kjölfarið ákvað Lars að nota efni úr þeirri tónsmíð til að skrifa hörpudúó fryir Katie og Elísabetu og úr varð Duology. Þetta er frumflutningur verksins.

Carlos Salzedo fæddist í Frakklandi en flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann var hörpuleikari, píanóleikari, tónskáld og stjórnandi. Mörg fyrstu skref hörpunnar í átt að nútímatónlist komu frá honum. Tónsmíðar hans fyrir hörpu eru ákaflega vel skrifaðar fyrir hljóðfærið og oft mjög smellnar.

Kolbeinn Bjarnason samdi Þrjár etýður og eftirmáli (Three etudes and an epilogue) fyrir Elísabetu Waage og Katie Buckley árið 2019. Í fjórum köflum skoðar hann mismunandi hljómmöguleika hörpunnar. Eftirmálinn er innblásinn af ljóðlínu eftir Snorra Hjartarson: „ … lyftu úr húmum hyl / hljóms þíns björtu rós.“   Tónleikarnir enda á óvenjulegu verki Lars Graugaard sem nefnist Touchdown. Oft er leikið fjórhent á slaghörpu en það sama gildir ekki um konserthörpur. Hér leikur Lars sér með þessa hugmynd og útkoman er spaugileg.

Efnisskrá

J.S.Bach (1685-1750): Prelúdía úr fiðlusónötu nr. 6

O.Ellis (1928-2021): Diversions for two harps

J.Thomas (1826-1913): Suite

L.Graugaard (1957): Duology

HLÉ

C.Salzedo (1885-1961): Chanson dans la nuit, Tango og Rumba

Kolbeinn Bjarnason (1958): Three etudes and an epilogue

L.Graugaard (1957): Touchdown

Deildu þessum viðburði

15
feb
Salurinn
08
mar
Salurinn
19
apr
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

Salurinn

31
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
15
feb
Salurinn
19
feb
Salurinn
25
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
01
mar
Salurinn
05
mar
Salurinn

Sjá meira