07.feb 19:00 - 19:45

Dýrfinna Benita og Sadie Cook | Leiðsögn á Safnanótt

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn með Dýrfinnu Benitu Basalan og Sadie Cook um verk þeirra á sýningunni Störu á Safnanótt 7. febrúar kl. 19:00 í Gerðarsafni.

Dýrfinna Benita Basalan (f.1992) er myndlistarkona, fædd og uppalin á Íslandi, með rætur að rekja til Filippseyja. Hún kláraði BA nám í myndlist og hönnun í Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam
árið 2018. Dýrfinna hefur starfað sjálfstætt á sviði myndlistar síðan, auk þess að vinna með listahópnum Lucky 3, sem hún stofnaði árið 2019 ásamt Melanie Ubaldo og Darren Mark. Árið 2022 hlaut hópurinn Hvatningarverðlaun Myndlistarráðs fyrir gjörninginn PUTI, sem var upprunalega framkvæmdur á Sequences 2021 í OPEN. Dýrfinna vinnur með fjölbreytta miðla, þar á meðal blýantsteikningu, innsetningar og stálskúlptúra. Umfangsefni hennar skoða fáránleika í samfélaginu á tímum post-kapítalismans þar sem sönn verðmæti eru gjörn á að glatast, eins og viska, heilsa og auðlindir. Hún dregur innblástur frá sínum persónulegum upplifunum og samskiptum við umheiminn, sem eiga það til að vekja upp blendnar tilfinningar.

Sadie Cook (f.1997) er listakvár frá Bandaríkjunum sem býr og starfar á Íslandi. Hán skapar verk sem liggja á mótum ljósmyndunar og innsetninga og snúast um snertingu, löngun, áföll og ummerki. Verk háns hafa verið birt og sýnd bæði á hér á landi og alþjóðlega. Síðar á árinu mun hán ásamt samstarfskvári sínu Jo Pawlowska sýna verk á einkasýningu í D-sal ListasafnsReykjavíkur. Sadie á verk í bókum sem varðveittar eru af MOMA, Tate, og Met söfnunum. Hán útskrifaðist frá Yale, hlaut Fulbright styrk og hefur verið gestafyrirlesari við Yale, Harvard, og
NYU. Sadie býr í Reykjavík með maka sínum Diljá Þorvaldsdóttur, rekur Gallery Kannski við Lindargötu í Reykjavík og er stjórnarmaður hjá Nýlistasafninu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn
19
maí
Bókasafn Kópavogs
20
maí
Bókasafn Kópavogs
21
maí
Bókasafn Kópavogs
24
maí
Salurinn
28
maí
04
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira