27.sep 20:00

Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

Salurinn

6.900 - 7.500 kr.

16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta:
„Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt og breitt um landið. Gísli lék valin brot úr pistlunum og mætti með öfluga hljómsveit sem flutti lögin hans. Komust færri að en vildu en nú er ætlunin að endurtaka leikinn í Salnum 27. september nk“

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir Vestmannaeyinga á meðan á gosinu stóð. Fólk gat auglýst eftir týndum munum og komið tilkynningum af ýmsu tagi til samlanda sinna. Jafnframt var reynt að halda uppi léttleika í þáttunum og endurspegla mannlífið eins og það var á meðal Vestmannaeyinga. Ljóst er að þarna er afar góð heimild um þennan atburð í sögu þjóðarinnar, en nóttina sem gosið hófst flúðu 5.000 manns heimili sín.

Þessi tónleikadagskrá var frumflutt í Eldheimum, á goslokahátíð í júlímánuði 2023. Salurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu. Eyjalögin vöktu eins og við mátti búast mikla sönggleði, og var vel tekið undir í þeim. Gísli er góður sögumaður, og það, ásamt hljóðbrotum úr þáttunum, vakti bæði kátínu og gamlar tilfinningar, sérstaklega kannski hjá þeim sem þarna könnuðust við sjálfa sig frá því fyrir fimmtíu árum, en mörg viðtalanna voru einmitt við börn.

Auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.

FRAM KOMA

Gísli Helgason

Herdís Hallvarðsdóttir

Þórarinn Ólason

Magnús R. Einarsson

Hafsteinn Guðfinnsson

Sigurmundur G. Einarsson

Unnur Ólafsdóttir

Grímur Þór Gíslason

Deildu þessum viðburði

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
apr
Bókasafn Kópavogs
30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi
01
maí
Bókasafn Kópavogs
02
maí
Bókasafn Kópavogs
02
maí
Gerðarsafn
04
maí
Bókasafn Kópavogs
04
maí
Salurinn
04
maí
Menning í Kópavogi
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

04
maí
Salurinn
08
maí
Menning í Kópavogi
12
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

30
maí
Salurinn
20:00

Davíðsson

Sjá meira