Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum? Fjölskyldum er boðið að gera tilraunir og kynnast alvöru göldrum! Viðburðurinn fer fram í Geislahvelfingunni á útisvæði Menningarhúsanna.
Listahópurinn Endurhugsa mynda Vigdís Bergsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ágústa Gunnarsdóttir. Hópurinn fjallar um umhverfismál í gegnum list og leitast við að skapa aðstæður til þess að staldra við og velta fyrir sér óræðum og mögulega ósvaranlegum spurningum, í þeim tilgangi að dýpka skilning á samhengi og sambandi mannsins við umhverfi sitt. Í sumar starfa þær fyrir Menningarhúsin í Kópavogi og hafa sett saman þétta viðburðardagskrá; röð fyrirlestra og listauppákoma annan hvern miðvikudag ásamt Fjölskyldustundum og fræðslu annan hvern laugardag. Miðstöð Endurhugsa er annars vegar í Geislahvelfingunni, gróðurhúsi úr geisladiskum á útisvæði Menningarhúsanna og hinsvegar í Gerðarsafni þar sem þær hafa haldið kvöldviðburði sína.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
Á heimasíðu er hægt að nálgast upplýsingar um frekari viðburði:
https://www.endurhugsa.com/home