Listakonan Anna Júlía kennir þáttakenndum að búa til sínar eigin perlusamsetningar með skilaboðum í Morse-kóða, í formi hálsfesta, armbanda eða óróa. Smiðjan verður óháð tungumáli og tala leiðbeinendur pólsku, þýsku, ensku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima.
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða uppá fjölbreyttar fjölskyldustundir á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.