10.mar 13:00

Fjölskyldustund | Sjálfsmyndasmiðja óháð tungumáli

Gerðarsafn

Ljósmyndasmiðja þar sem unnið verður út frá sýningunni Líkamleiki

Ljósmyndasmiðja þar sem unnið verður með sjálfsmyndir og ímyndir í tengslum við sýninguna Líkamleiki í Gerðarsafni.
Í smiðjunni verður skoðað á hvaða hátt sjálfsmyndir eða selfies eru notaðar til þess að varpa ljósi á félagslegt umhverfi okkar, stöðu í samfélaginu og hvernig við skilgreinum okkur eftir þjóðerni. Unnið verður með sjálfur (selfies) á mismunandi hátt og gefst þáttakendum tækifæri á að taka sjálfsmynd í ljósmyndastúdíói sem sett er upp á neðri hæð safnsins.
Kennarar námskeiðsins hafa reynslu innan ljósmynda- og myndlistarheimsins og er smiðjan samansett af tæknilegri nálgun í bland við hugmyndavinnu. Smiðjan er hugsuð fyrir alla aldurshópa og hægt er að koma hvenær sem er innan tímaramma námskeiðisins.
Verkefnið er styrkt af nefnd um fullveldisafmæli Íslendinga.
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða uppá fjölbreyttar fjölskyldustundir á hverjum laugardegi. Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

15
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Salurinn
17
sep
Bókasafn Kópavogs
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

27
sep
Gerðarsafn

Sjá meira