02.mar 13:00

Fjölskyldustund | Vídeósmiðja

Gerðarsafn

Ásdís Sif leiðir vídeósmiðju

Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir kennir grunnþætti vídeógerðar í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt. Í upphafi smiðjunnar eru nokkur vel valin vídeóverk skoðuð og út frá þeim verða unnin vídeóverkefni sem allir geta spreytt sig á. Einnig verður notast við texta og teikningar og skemmtileg atburðarrás mun eiga sér stað!
Við hvetjum gesti sem að eiga spjaldtölvu að koma með hana með sér – en nokkrar spjaldtölvur verða á staðnum sem hægt verður að fá lánaða.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA gráðu frá University of California, Los Angeles, þar sem hún lagði áherslu á vídeó- og gjörningalist. Hún hefur sýnt gjörninga og vídeóverk víða innanlands og erlendis undanfarin ár og tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt því að vinna vídeóverk gegnum netið.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira