Rithöfundurinn Satu Rämö er fædd og uppalin í Finnlandi en býr á Ísafirði.
Hún er Íslendingum að góðu kunn, en hún skrifaði bókina Hildur sem sló í gegn sl. haust og er nú verið að kvikmynda söguna. Hildur er fyrsta bókin af þremur sem komið hafa út á finnsku og styttist í að önnur bókin komi út á íslensku.
Satu heimsækir bókasafnið og segir okkur frá hvernig það er að vera rithöfundur af erlendum uppruna á Íslandi og skrifa bækur sem gerast í íslenskum veruleika á finnsku.
Frítt er á viðburðinn og öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.