Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.
Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!
Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.
Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.
Aðgangur er ókeypis.