Nærandi menningarstund í hádeginu
Dr. Berglind María Tómasdóttir, tónlistarfræðingur og tónlistarkona, frumflytur nýtt verk fyrir flautur, heimasmíðuð hljóðfæri, elektróník og videó. Verkið er innblásið af Raufarhöfn og gömlum lýsistönkum sem standa í bænum miðjum. Þar var hluti verksins tekið upp sem fléttast inn í flutninginn í hljóði og mynd.
Menning á miðvikudögum fer fram alla miðvikudaga kl.12:15 á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Salnum eða í Náttúrufræðistofu. Aðgangur á viðburðina er ókeypis og öll velkomin.