11.jan 12:15 - 13:00

Leiðsögn um liti og form

Gerðarsafn

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, myndlistarmaður, fjallar um sýninguna Geómetríu út frá sjónarhóli lita- og formfræði.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, myndlistarmaður, fjallar um sýninguna Geómetríu út frá sjónarhóli lita- og formfræði.

Eitt af aðaleinkennum geómetrísku abstraktlistarinnar er áhersla á hreina liti og form. Með tilkomu abstraktsins leituðust listamenn ekki lengur við að líkja eftir eða fjalla um ytri fyrirmyndir, heldur urðu litir og form að umfjöllunarefni í sjálfu sér. Verkin voru byggð á margþættu samspili lita og forma sem ætlað var að tjá tilfinningar listamannsins og vekja upp skynjun áhorfenda.

Ingunn Fjóla útskrifaðist með M.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá sama skóla árið 2007, en hafði áður lokið B.A. gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum. Verk Ingunnar Fjólu hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Árnesinga, Listasafni Íslands, Hafnarborg og Cuxhavener Kunstverein, þátttöku í alþjóðlega tvíæringnum Prague Biennale, auk fjölda samsýninga innanlands og erlendis. Á ferli sínum hefur Ingunn Fjóla hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

03
sep
Bókasafn Kópavogs
01
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira