01.Jan

Gerður Helgadóttir út frá feminískri listfræði

Gerðarsafn

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir fjallar um feril Gerðar Helgadóttur

Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur, fjallar um ýmsa þætti í listferli Gerðar Helgadóttur með feminískri nálgun. Erindið fór fram í Salnum í Kópavogi og má sjá upptöku hér.
Feminísk listfræði (e. Feminist art history) á sér hálfrar aldar sögu. Upphafið má rekja til þeirrar viðleitni að varpa ljósi á listsköpun myndlistarkvenna og að sama skapi, þeirrar tilhneigingar að þagga niður framlag þeirra í karllægri listasögu. Í dag er Gerðar minnst sem merkrar myndlistarkonu í íslenskri listasögu sem naut viðurkenningar á erlendum og innlendum vettvangi á starfsferli sínum; er hún þá undantekningin sem sannar regluna þegar kemur að orðræðu um myndlistarkonur og framlagi þeirra? Hvernig var orðræðan um Gerði Helgadóttur hérlendis á sjötta áratugnum fram til 1975 ? Var hún álitin „meistari“ á sama hátt og starfsbræður hennar í myndlistinni?      

Hanna Guðlaug hefur unnið sem listfræðingur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, kennt listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, verið fagstjóri í listfræði við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, ritað greinar og bókarkafla, haldið fyrirlestra hérlendis og erlendis og lauk fyrri hluta doktorsprófs í listfræði frá Sorbonne háskólanum í París árið 2013 (DEA). Hanna Guðlaug er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands og er viðfangsefnið að greina opinbera orðræðu um myndlist á Íslandi (frá lokum 19. aldar til 1960), með tilliti til kyngervis og feminískrar (kynjafræðilegrar) greiningar.

Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi Gerðarsafns sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023
02
Feb
11
Feb
Salurinn
02
Feb
Bókasafn Kópavogs
02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
03
Feb
Gerðarsafn
18:00

Sólarprent

03
Feb
04
Feb
Menning í Kópavogi
03
Feb
Menning í Kópavogi
03
Feb
Bókasafn Kópavogs
19
Feb
14
May
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023
03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Gerðarsafn
18:00

Sólarprent

03
Feb
Gerðarsafn
04
Feb
Gerðarsafn
29
Mar
Gerðarsafn
12
Apr
Gerðarsafn
18
Apr
23
Apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira