31.maí ~ 07.okt

GERÐUR | YFIRLIT

Gerðarsafn

Sýningin GERÐUR | YFIRLIT stendur yfir frá 31. maí - 7. október en á sýningunni getur að líta fjölbreytt úrval verka Gerðar Helgadóttur sem spannar allan feril hennar.

Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en Gerður lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis. 

Sýningin varpar ljósi á ólík tímabil í lífi Gerðar með völdum þemum sem móta meginstef og tengingar milli verka hennar. GRUNNUR veitir innsýn í námsár Gerðar og þróun frá hefðbundnum akademískum aðferðum í höggmyndagerð til tilrauna á fyrstu árum hennar í París. VINNUSTOFA opnar sýn á nýjar vinnuaðferðir þegar Gerður fer að vinna óhlutbundin verk í járn. GLUGGI endurspeglar það tímabil er hún tekur að vinna steinda glugga bæði hérlendis og í Evrópu og þann aukna áhuga á dulspekilegum kenningum sem birtist í verkum hennar. GARÐUR vísar í þann tíma í lífi Gerðar er hún byrjar að gera verk í steypu, gifs og leir, en sjálf hóf hún að setja upp sýningu á þeim verkum í garðinum sínum í Frakklandi. RÝMI endurspeglar síðustu ár Gerðar og þann fjölda verka sem hún vann í almenningsrými sem og hugmyndir að verkefnum sem hún vann fyrir ýmis rými, ólík að umfangi og stærð.

Til grundvallar sýningunni eru fjórtán hundruð verk Gerðar Helgadóttur úr safneign Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, en erfingjar listamannsins gáfu verkin til Kópavogsbæjar árið 1977. Gerðarsafn er reist í minningu Gerðar og opnaði árið 1994. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi safnsins sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu. Sýningin er sett upp í tilefni níræðisafmælis Gerðar í ár og hlaut verkefnið styrk úr Safnasjóði. 

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður
Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri safneignar og miðlunar
Studio Studio / Arnar Freyr Guðmundsson, grafísk hönnun
Friðrik Steinn Friðriksson & Hreinn Bernharðsson, sýningarhönnun
Hrafnhildur Gissurardóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

19
apr
Salurinn
20:00

KLARA ELÍAS

20
apr
Gerðarsafn
21
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Bókasafn Kópavogs
25
apr
Bókasafn Kópavogs
25
apr
Bókasafn Kópavogs
04
maí
Salurinn
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
apr
Gerðarsafn
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira