31.maí ~ 07.okt

GERÐUR | YFIRLIT

Gerðarsafn

Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en Gerður lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis. 

Sýningin varpar ljósi á ólík tímabil í lífi Gerðar með völdum þemum sem móta meginstef og tengingar milli verka hennar. GRUNNUR veitir innsýn í námsár Gerðar og þróun frá hefðbundnum akademískum aðferðum í höggmyndagerð til tilrauna á fyrstu árum hennar í París. VINNUSTOFA opnar sýn á nýjar vinnuaðferðir þegar Gerður fer að vinna óhlutbundin verk í járn. GLUGGI endurspeglar það tímabil er hún tekur að vinna steinda glugga bæði hérlendis og í Evrópu og þann aukna áhuga á dulspekilegum kenningum sem birtist í verkum hennar. GARÐUR vísar í þann tíma í lífi Gerðar er hún byrjar að gera verk í steypu, gifs og leir, en sjálf hóf hún að setja upp sýningu á þeim verkum í garðinum sínum í Frakklandi. RÝMI endurspeglar síðustu ár Gerðar og þann fjölda verka sem hún vann í almenningsrými sem og hugmyndir að verkefnum sem hún vann fyrir ýmis rými, ólík að umfangi og stærð.

Til grundvallar sýningunni eru fjórtán hundruð verk Gerðar Helgadóttur úr safneign Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, en erfingjar listamannsins gáfu verkin til Kópavogsbæjar árið 1977. Gerðarsafn er reist í minningu Gerðar og opnaði árið 1994. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi safnsins sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu. Sýningin er sett upp í tilefni níræðisafmælis Gerðar í ár og hlaut verkefnið styrk úr Safnasjóði.
Á sýningunni er sjónum beint að fjölbreyttum listferli og ævi Gerðar Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara, allt frá námsárum hennar til síðustu æviára, en Gerður lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára gömul. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis.

Sýningin varpar ljósi á ólík tímabil í lífi Gerðar með völdum þemum sem móta meginstef og tengingar milli verka hennar. GRUNNUR veitir innsýn í námsár Gerðar og þróun frá hefðbundnum akademískum aðferðum í höggmyndagerð til tilrauna á fyrstu árum hennar í París. VINNUSTOFA opnar sýn á nýjar vinnuaðferðir þegar Gerður fer að vinna óhlutbundin verk í járn. GLUGGI endurspeg
lar það tímabil er hún tekur að vinna steinda glugga bæði hérlendis og í Evrópu og þann aukna áhuga á dulspekilegum kenningum sem birtist í verkum hennar. GARÐUR vísar í þann tíma í lífi Gerðar er hún byrjar að gera verk í steypu, gifs og leir, en sjálf hóf hún að setja upp sýningu á þeim verkum í garðinum sínum í Frakklandi. RÝMI endurspeglar síðustu ár Gerðar og þann fjölda verka sem hún vann í almenningsrými sem og hugmyndir að verkefnum sem hún vann fyrir ýmis rými, ólík að umfangi og stærð.

Til grundvallar sýningunni eru fjórtán hundruð verk Gerðar Helgadóttur úr safneign Gerðarsafns – Listasafns Kópavogs, en erfingjar listamannsins gáfu verkin til Kópavogsbæjar árið 1977. Gerðarsafn er reist í minningu Gerðar og opnaði árið 1994. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi safnsins sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu. Sýningin er sett upp í tilefni níræðisafmælis Gerðar í ár og hlaut verkefnið styrk úr Safnasjóði.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður
Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri safneignar og miðlunar
Studio Studio / Arnar Freyr Guðmundsson, grafísk hönnun
Friðrik Steinn Friðriksson & Hreinn Bernharðsson, sýningarhönnun
Hrafnhildur Gissurardóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, forstöðumaður

Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri safneignar og miðlunar

Studio Studio / Arnar Freyr Guðmundsson, grafísk hönnun

Friðrik Steinn Friðriksson & Hreinn Bernharðsson, sýningarhönnun

Hrafnhildur Gissurardóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða

LISTAFÓLK

Gerður Helgadóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

29
nóv
30
nóv
Salurinn
20:00

Jazzkonur kynna, Jólajazz!

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira