29.feb 12:15 - 12:45

Hádegisdjass með Einari Erni og Gunni Arndísi

Bókasafn Kópavogs

Einar Örn Magnússson og Gunnur Arndís Halldórsdóttir flytja sígild íslensk dægurlög á sinn einstaka hátt á hádegistónleikum á Bókasafni Kópavogs.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Bókasafns Kópavogs og Tónlistarskóla FÍH.

Einar Örn Magnússon er djasstónlistarmaður og lagasmiður úr Garðabænum. Hann hefur stundað rytmískt tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann hefur gefið út nokkur lög á ferli sínum, m.a. endurútsetningu á lagi Bjarna Böðvarssonar Við bjóðum góða nótt.

Einar hefur komið fram við ýmis tækifæri á síðustu árum og leikur fjölbreytta tónlist. Hjartað hans slær þó í sveiflu og er hann fljótur að telja í lög eftir Jón Múla eða lög sem náðu vinsældum sínum á gullöld sveiflunnar sem tónlistarmenn á borð við Ellu Fitzgerald og Frank Sinatra gerðu fræg á sínum tíma.

Einnig má heyra að Einar sækir innblástur til tónlistarmanna í heimi djass og sveiflu. Hann hóf rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH haustið 2020 hjá Unu Stefánsdóttur og hefur sótt í sviðsljósið síðan.

Gunnur Arndís Halldórsdóttir er upprennandi tónlistarkona frá Hólmavík. Hún hefur lagt stund á gítarnám frá unga aldri en hún hóf nám í rytmískum söng við tónlistarskóla FÍH hjá Margréti Eir árið 2019 og er nú á framhaldstigi.

Gunnur starfar sem tónlistarkona og hefur lagt hvað mesta áherslu á lifandi tónlistarflutning. Hún hefur komið fram við fjölmörg tilefni, haldið tónleika, komið fram sem gestasöngvari, gítarleikari og sungið bakraddir með helstu stórstjörnum Íslands.  




Deildu þessum viðburði

09
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
24
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
13
nóv
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira